Loftslagið jarðar fer stöðugt hlýnandi 29. janúar 2007 19:02 Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn. Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur valdið umtalsverðri hækkun á hitastigi andrúmsloftsins og hafsins með þeim afleiðingum að sjávarborð hefur risið og heimsskautaísinn bráðnað. Þetta er afdráttarlaus niðurstaða skýrslu sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kynnir á næstu dögum. Skýrslan er sú fyrsta af fjórum sem gefnar verða út á árinu en að baki henni liggur þrotlaus vinna 600 sérfræðinga í loftslagsmálum víðs vegar að úr heiminum. 1.600 síðna svellþykkur doðranturinn verður kynntur formlega í lok vikunnar en höfundarnir hittust í París í dag til að reka smiðshöggið á verkið. Niðurstaða þeirra er ekkert sérstaklega upplífgandi: Hitastig jarðar hefur ekki verið hærra í þúsundir ára og á þessari öld mun það hækka um þrjár til sex gráður. Þar er því slegið föstu að magn koltvísýrings í andrúmsloftinu sé langt umfram eðilegar sveiflur síðustu 650.000 ára og að maðurinn eigi þar stærstan hlut að máli Hlýnunin veldur svo því að yfirborð sjávar mun hækka á öldinni um allt að 58 sentimetra, bæði vegna bráðnunar jökul- og heimskautaíss og útþenslu vatns með hækkandi hitastigi. Eitthvað mun hægja á Golftstrauminum af þessum sökum en enn bendir þó ekkert til að hann muni stöðvast með öllu. Höfundar skýrslunnar vonast eftir vitundarvakningu. Sjö ár eru frá því að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf síðast út skýrslu og nú kveður við örlítið bjartari tón. Til dæmis er ekki spáð jafn mikilli hækkun heimshafanna og síðast. Margir vísindamenn benda hins vegar á að mikil bráðnun jökulíssins á Grænlandi og á Suðurskautinu að undanförnu sé ekki tekin með í reikninginn og því gefi nýja skýrslan ekki rétta mynd af ástandinu. Hlýnun jarðar gæti verið mun meiri ef ekki væri fyrir vaxandi magn ryks og annarra agna í andrúmsloftinu sem endurkasta sólarljósinu aftur út í geiminn.
Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira