Fasteignaverð lækkar í höfuðborginni 6. febrúar 2007 12:00 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs. Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nálgast þolmörk og lækkaði á síðasta ári. Sveitarfélögin auka óvissu á fasteignamarkaði með því að upplýsa ekki um lóðaframboð. Forstöðumaður Rannsóknaseturs um húsnæðismál segir þó enga holskeflu lækkana framundan. Þótt fasteignaverð hafi hækkað í krónum talið á síðasta ári lækkaði það að raungildi um eitt komma átta prósent þegar tekið hefur verið tillit til sjö prósenta verðbólgu. Magnús Árni Skúlason á þó ekki von á holskeflu lækkana þar sem hagvöxtur er góður og atvinnuhorfur sömuleiðis. Hins vegar séu óvissuþættirnir margir. Aukið lóðaframboð sveitarfélaga gæti lækkað verð og hækkað lánshlutfall gæti hækkað fasteignaverð, lægri skattar sömuleiðis gætu hækkað. Á móti kemur mikið framboð af húsnæði. Í lok árs 2005 voru tæplega 4700 íbúðir í byggingu og höfðu þá ekki verið fleiri síðan í óðaverðbólgunni 1979. Að jafnaði eru þúsund færri íbúðir í byggingu. Um 3000 íbúðir voru kláraðar árið 2006, þegar mannfjölgun kallaði ekki á nema um 2200 íbúðir. Það hefði getað leitt til offramboðs og lækkandi verðs ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að aðfluttir umfram brottflutta fjölgaði mjög, á höfuðborgarsvæðinu einu voru þeir tæplega 1500 á fyrri hluta síðasta árs. Einn af óvissuþáttunum í verðlagi fasteigna er lóðaframboð sveitarfélaganna, segir Magnús Árni Skúlason fráfarandi forstöðumaður Rannsóknarseturs um húsnæðismál við Háskólann á Bifröst. "Sveitarfélögin hafa engan veginn staðið sig í að upplýsa þetta," segir Magnús og telur að þeim beri skylda til að upplýsa hagsmunaaðila um framboð, kjör og á hvaða svæðum menn hyggist útdeila lóðum. Ella geti útdeiling sveitarfélaga leitt til offramboðs, sem svo aftur getur lækkað verð og minnkað veðhæfni eigna vegna lækkandi fasteignaverðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira