Of seint að læra að prjóna 7. febrúar 2007 20:15 Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Arngrímur hefur verið lítt áberandi frá því hann seldi meirihluta sinn í Atlanta flugfélaginu. Þessi kaup nú á þotunum sex sýna að hann sé fjarri því sestur í helgan stein. Arngrímur sagði „Ég kem nú ósköp lítið nálægt þessu nema bara svona til þess að vera með strákunum en ég er partur af þessu félagi, Avion Aircraft Trading, en hættur í Atlanta sem slíku." Aðspurður sagði Arngrímur að honum fyndist gaman að þessu ennþá.„Já já, ég er orðinn það gamall sko að það er of seint að kenna manni að prjóna svo eitthvað verður maður að gera." Það hefur verið furðuhljótt um þetta íslenska félag og þó hefur það, fyrir þessi kaup nú, keypt 21 þotu og það allt breiðþotur. Þegar Arngrímur var spurður út í hvers kyns félag Avion Aircraft Trading væri svaraði hann að „Það er eins og nafnið bendir til, það bara kaupir og selur og leigir flugvélar. Og ef við leigjum þær þá er það öðruvísi en Atlanta, þá leigðum við hana alltaf með áhöfnum og viðhaldi og tryggingu. Núna leigjum við vélarnar bara það sem er kallað þurrt, bara dry. Bara leigjum vélina og sá sem tekur hana á leigu þarf að sjá um áhafnir, viðhald, tryggingar og bara allt saman. Arngrímur var í fyrsta sinn í gær að skoða Airbus verksmiðjurnar. Hann veðjar nú á nýja tegund fragtþotu sem spáð er að verði eftirsótt á næstu áratugum. Þeir Arngrímur og Hafþór Hafsteinsson eiga, ásamt stjórnendum fyrirtækisins, 51% meirihluta í Avion Aircraft Trading en 49% eru í eigu Eimskipafélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira