ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa 7. febrúar 2007 20:45 Daníel Ortega, forseti Níkaragúa. MYND/AP Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Erlent Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Erlent Fréttir Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira