Úrskurðir í safni Pósts og síma 9. febrúar 2007 19:29 Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira