Google-fyrirtækið hefur verið dæmt fyrir brot á höfundarréttarlögum fyrir að hafa birt greinar og fyrirsagnir belgískra dagblaða án leyfis. Dómurinn gæti orðið til fordæmis um hvernig leitarvélar tengja á höfundarréttarvarið efni og fréttir á vefnum. Google ætla að áfrýja og segja þjónustu sína Google News algjörlega löglega. Belgíski dómarinn var þeim ekki sammála og sagði fyrirtækið endurvinna og birta efni án leyfis og slíkt væri höfundarréttarbrot.
Google dæmdir fyrir höfundarréttarbrot
