Meiningarlausar spurningar saksóknara 14. febrúar 2007 10:58 Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi. Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Deilt var á Sigurð Tómas Magnússon settan saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að fylgja ekki eftir áætlun um yfirheyrslu vitna í Baugsmálinu. Jakob Möller lögmaður Tryggva Jónssonar sagði um mikil afglöp að ræða hjá settum saksóknara og að menn þyrftu að sitja undir; "sumpart meiningarlausum spurningum." Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jakob bentu á að áætlunin væri gengin verulega úr skorðum. Arngrímur Ísberg dómari sagði óskandi að málið gengi hraðar fyrir sig. Hann ítrekaði að spurningar mættu vera markvissari hjá saksóknara. Fram kom í máli Sigurðar Tómasar að hann teldi að það tæki allt að tvo daga, daginn í dag og morgundaginn, að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri, en ákveðið hefur verið að Jón Ásgeir komi fyrir dóminn eftir hádegi á morgun. Yfirheyrslum yfir honum átti að ljúka á hádegi í dag. Þeim verður haldið áfram eftir hádegi og lýkur líklega eftir hádegi á morgun. Dómari sagðist vona að það myndi standa en saksóknari sagðist engu geta lofað um það. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs sagðist aldrei hafa kynnst því áður á 30 ára ferli sínum sem lögfræðingur að áætlanir hafi farið svo mikið úr skorðum. Ákæruvaldið hafi þegar notað meiri tíma í yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri en gefið hafði verið út. Sigurður Tómas benti á að gert væri ráð fyrir að minni tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni en áætlað hafði verið og þar myndi tíminn jafnast út. Gestur spurði skjólstæðing sinn út í ákæruliði 10-13 sem snúa að meintum bókhaldsbrotum tengum Baugi. Sigurður Tómas tók þá við að yfirheyra Jón Ásgeir um 14. lið ákærunnar sem jafnframt snýr að rangfærslum í bókhaldi Baugs í tengslum við viðskipti með bréf Arcadia. Þær yfirheyrslur standa enn yfir og ekki er ljóst hvort þeim lýkur fyrir hádegi.
Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira