Þreyttur á fjölda spurninga saksóknara 14. febrúar 2007 15:58 Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lýkur væntanlega á morgun. MYND/GVA Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins. Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Dómari í Baugsmálinu veitti í dag Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, ítrekað ákúrur fyrir að spyrja ekki hnitmiðaðra spurninga og fjalla um það sem ekki væri ákært fyrir í Héraðsdómi í dag. Yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í dag lauk laust fyrir klukkan fjögur en áfram verður haldið með málið á morgun þar sem búist er við að yfirheyrslum yfir honum ljúki, í bili að minnsta kosti. Yfirheyrslur eftir hádegi í dag snerust um 15. og 16. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa látið færa í bókhald Baugs gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum við tvo aðila, annars vegar Nordica, félag Jóns Geralds Sullenbergers, og hins vegar færeyska félagið SMS. Við yfirheyrslu í dag neitaði Jón Ásgeir báðum sakargiftum og vísaði meðal annars til þess að málið tengt SMS hefði verið inni á borði Tryggva Jónssonar. Eins og fyrstu tvo daga yfirheyrslnanna var töluverð spenna á milli Sigurðar Tómasar og Jóns Ásgeirs við yfirheyrslurnar og sakaði Jón Ásgeir Sigurð um að spyrja sig sömu spurninganna aftur og aftur. Undir það tók Arngrímur Ísberg dómari að hluta og benti á að saksóknari hefði ítrekað fjallað um það sem ekki væri ákært fyrir. Benti hann á að löng ferð væri fyrir höndum í Baugsmálinu, enda eru um 100 manns á vitnalista. Fram kom í máli verjenda í morgun að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hafa þegar farið yfir þann tíma sem upphaflega var áætlaður en saksóknari segist munu vinna þann tíma upp með því að stytta yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni. Um athugasemdir dómara sagði Sigurður Tómas að verið væri að fjalla um ýmis blæbrigði af vörnum sem komið hefðu fram af hálfu ákærða og út í það þyrfti hann að spyrja nánar. Ítrekaði dómari þá að spurningar saksóknara ættu að vera hnitmiðaðar. Eftir eitt tilvikið þar sem dómari hafði sett út á það með hæðni hversu langan tíma saksóknari tæki í spurningar varðandi ákæruliðina bað Sigurður Tómas hann að gera ekki grín á kostnað sækjanda. Þá svaraði dómari því til að það væri hann ekki að gera heldur væri sækjandi óþarflega langorður. Sem fyrr segir halda yfirheyrslur áfram á morgun, nánar tiltekið klukkan 13. Fram kom í dómssal í dag að vonast yrði til að yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri vegna þeirra ákæra sem hann sætir yrði lokið á morgun. Þá taka væntanlega við yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni sem ákærður er í níu ákæruliðum af átján. Þriðji maðurinn sem ákærður er, Jón Gerald Sullenberger, verður hins vegar ekki yfirheyrður fyrr en í næstu viku en hann sendi í dag frá sér yfirlýsingu um að hann teldi brotið á réttindum sínum þar sem honum hefði verið meinað að vera viðstaddur yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri. Dregur hann í efa óhlutdrægni dómsins.
Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira