Reykjavíkurborg tók í vikunni í notkun nýja háþrýstidælu til að hreinsa veggjakrot af eignum borgarinnar. Dælunni fylgir einnig búnaður til að hreinsa burt tyggjóklessur.
Um er að ræða öfluga dælu sem hitar vatn upp í 120 gráður og dælir því með allt að 210 bara þrýstingi. Nóg er af verkefnum fyrir nýju dæluna, en tveir menn munu vera í verkefnum með dæluna næstu vikur.