73 prósent Reykvíkinga aka sjálfir til vinnu eða í skóla. Aðeins fjögur prósent eru farþegar í bíl á leið til vinnu. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndunum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík. Þá er fjöldi ferða í einkabíl mestur og fjöldi ekinna kílómetra.
Þetta kemur fram í símakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar.
Í könnuninni kemur einnig fram að 69 prósent grunnskólabarna ganga í skólann.
Könnunin var gerð frá 17. nóvember til 9. desember sl. Tólf hundruð Reykvíkingar á aldrinum 16-80 ára svöruðu. Svarhlutfall var 63 prósent.
Loftmengun er fylgifiskur mikillar notkunar einkabifreiða í Reykjavík, en önnur hver bifreið að vetri til er á nagladekkjum.