Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í Háskólabíói, Borgarleikhúsinu og húsnæði Kennaraháskólans milli klukkan ellefu og fjögur en Háskóladagurinn er í dag. Boðið er upp á fimmhundruð námsleiðir í íslenskum háskólum sem eru átta talsins.
Háskólanemum hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum og síðustu árin hafa þrjú til fjögur þúsund manns kynnt sér námið á háskóladeginum.
Dagskrá dagsins er að finna á vef Háskóladagsins.