Allt lítur út fyrir að vatn hafi eitt sinn runnið á yfirborði Mars á nýjum myndum frá könnunarfari NASA sem sveimar nú á sporbaug um reikistjörnuna rauðu. Myndirnar sýna að yfirborð Mars líkist nokkuð eyðimörkum suðvesturríkja Bandaríkjanna og á því eru rákir sem líkjast uppþornuðum árfarvegum.
Það að slíkir farvegir sjáist á yfirborðinu nú gefa til kynna að hugsanlega geti verið rennandi vatn undir yfirborði plánetunnar. Vatn er lykillinn að lífi og bendir þessi uppgötvun til þess að enn sé von til þess að líf finnist á Mars. Eins og við höfum áður sagt frá þá gæti geimgeislun þó hafa eytt öllu lífi og ummerkjum um það langt undir yfirborðið.