Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2025 15:24 Bergsteinn Sigurðsson, þáttastjórnandi RÚV, (t.v.) mátti lýsa réttilega opinberum ummælum Elds Smára Kristinssonar (t.h.) um trans fólk í framboðsþætti fyrir síðustu þingkosningar. Vísir Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára. Eldur Smári stefndi Bergsteini Sigurðssyni, sjónvarpsmanni, og Ríkisútvarpinu, fyrir meiðyrði vegna ummæla Bergsteins í þættinum Forystusætinu á Ríkisútvarpinu viku fyrir þingkosningarnar í nóvember. Í inngangi að spurningu til Arnars Þórs Jónssonar, formanns Lýðræðisflokksins, sagði Bergsteinn að lögregla hefði fjarlægt Eld Smára, sem var í framboði fyrir flokkinn, úr grunnskóla þar sem hann mætti í leyfisleysi og myndað starfsfólk og börn, sakað málsvara trans fólks um barnaníð og talað með klúrum og ruddalegum hætti um nafngreinda trans konu á opinberum vettvangi. RÚV birti leiðréttingu við frétt með endursögn á viðtalinu eftir að kosningastjóri Lýðræðisflokksins gerði athugasemd við ummæli Bergsveins og um að lögregla hefði fjarlægt Eld Smára úr grunnskóla. Í leiðréttingunni sagði að framferði Eld Smára hefði verið tilkynnt til lögreglu. Hvorki röng, meiðandi né skrumskæling Í stefnu sinni hélt Eldur Smári því fram að ummæli Bergsteins hefðu verið röng og meiðandi í sinn garð. Hann gerði enga kröfu um að ummælin yrðu dæmd ómerk en krafðist þriggja og hálfrar milljónar króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur gaf lítið fyrir málatilbúnað frambjóðandans. Eldur Smári hefði haft sig mikið frammi á samfélagsmiðlum, bæði í eigin nafni og í nafni Samtakanna 22. Því mætti líta á hann sem opinbera persónu og hann mátt vænta þess að fjallað væri um stjórnmála- og lífsskoðanir hans í aðdraganda kosninga. Umfjöllunin um hann í þættinum hefði átt ríkt erindi við almenning og inngangur Bergsteins hefði ekki verið neikvæðari né gagnrýnni en tilefni hefði verið til í ljósi þess hvernig Eldur Smári hefði sjálfur kosið að tjá sig um málefni hinsegin fólks. Ummæli Bergsteins hefðu hvorki verið röng, meiðandi né skrumskæling á ummælum Elds Smára. Þess í stað hefðu þau einfaldlega falið í sér lýsingu á gildisdómum Elds Smára sjálfs um trans fólk á opinberum vettvangi og gagnrýni á þá. Ummæli Elds Smára ruddaleg, klúr og ónærgætin Sérstaklega taldi dómurinn ljóst að orðræða Elds Smára um kynfæri og kynhegðun nafngreinds einstaklings teldist almennt ruddaleg og klúr „og alveg áreiðanlegan ónærgætin“. „Sá sem kýs að tjá sig með þessum hætti og taka athugasemdalaust þátt í opinberri umræðu af því tagi sem stefnandi hefur gert má vænta þess og þarf bótalaust að sæta því að hann sjálfur og samflokksmenn hans séu spurðir, jafnvel með gagnrýnum hætti, út í viðhorf sín og ummæli,“ segir í dómsorðinu. Vísaði dómurinn þar sérstaklega til hlaðvarpsviðtals þar sem Eldur Smári og þáttastjórnandi ræddu á grófan hátt um kynfæri og kynlíf nafngreindrar baráttukonu hinsegin fólks. Þarf að greiða hátt í milljón í málskostnað Varðandi þann hluta ummæla Bergsteins sem var leiðréttur taldi héraðsdómur að mistök hans hefðu hvorki verið stórvægileg né alvarleg, sérstaklega þar sem þau lýstu atviki sem átti sér stað í reynd og byggði á trúverðugum upplýsingum. RÚV hefði brugðist nægilega við með leiðréttingunni. Þá benti dómstóllinn á að Eldur Smári hefði ekki gert athugasemd við orðalagið um að framferði hans hefði verið tilkynnt til lögreglu fyrr en í stefnunni. Hann hefði ekki lagt fram gögn um að atvikinu í grunnskólanum hefði verið ranglega lýst í þætti RÚV eða í frétt Heimildiarinnar sem var heimild Bergsteins. Eldur Smári, sem var nýlega í fréttum fyrir ummæli sín um samflokkskonu sína í Miðflokknum sem er trans kona, þarf að greiða Bergsteini og RÚV samanlagt 837 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Hinsegin Lýðræðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. 17. október 2025 10:14 Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. 12. október 2025 13:03 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Eldur Smári stefndi Bergsteini Sigurðssyni, sjónvarpsmanni, og Ríkisútvarpinu, fyrir meiðyrði vegna ummæla Bergsteins í þættinum Forystusætinu á Ríkisútvarpinu viku fyrir þingkosningarnar í nóvember. Í inngangi að spurningu til Arnars Þórs Jónssonar, formanns Lýðræðisflokksins, sagði Bergsteinn að lögregla hefði fjarlægt Eld Smára, sem var í framboði fyrir flokkinn, úr grunnskóla þar sem hann mætti í leyfisleysi og myndað starfsfólk og börn, sakað málsvara trans fólks um barnaníð og talað með klúrum og ruddalegum hætti um nafngreinda trans konu á opinberum vettvangi. RÚV birti leiðréttingu við frétt með endursögn á viðtalinu eftir að kosningastjóri Lýðræðisflokksins gerði athugasemd við ummæli Bergsveins og um að lögregla hefði fjarlægt Eld Smára úr grunnskóla. Í leiðréttingunni sagði að framferði Eld Smára hefði verið tilkynnt til lögreglu. Hvorki röng, meiðandi né skrumskæling Í stefnu sinni hélt Eldur Smári því fram að ummæli Bergsteins hefðu verið röng og meiðandi í sinn garð. Hann gerði enga kröfu um að ummælin yrðu dæmd ómerk en krafðist þriggja og hálfrar milljónar króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur gaf lítið fyrir málatilbúnað frambjóðandans. Eldur Smári hefði haft sig mikið frammi á samfélagsmiðlum, bæði í eigin nafni og í nafni Samtakanna 22. Því mætti líta á hann sem opinbera persónu og hann mátt vænta þess að fjallað væri um stjórnmála- og lífsskoðanir hans í aðdraganda kosninga. Umfjöllunin um hann í þættinum hefði átt ríkt erindi við almenning og inngangur Bergsteins hefði ekki verið neikvæðari né gagnrýnni en tilefni hefði verið til í ljósi þess hvernig Eldur Smári hefði sjálfur kosið að tjá sig um málefni hinsegin fólks. Ummæli Bergsteins hefðu hvorki verið röng, meiðandi né skrumskæling á ummælum Elds Smára. Þess í stað hefðu þau einfaldlega falið í sér lýsingu á gildisdómum Elds Smára sjálfs um trans fólk á opinberum vettvangi og gagnrýni á þá. Ummæli Elds Smára ruddaleg, klúr og ónærgætin Sérstaklega taldi dómurinn ljóst að orðræða Elds Smára um kynfæri og kynhegðun nafngreinds einstaklings teldist almennt ruddaleg og klúr „og alveg áreiðanlegan ónærgætin“. „Sá sem kýs að tjá sig með þessum hætti og taka athugasemdalaust þátt í opinberri umræðu af því tagi sem stefnandi hefur gert má vænta þess og þarf bótalaust að sæta því að hann sjálfur og samflokksmenn hans séu spurðir, jafnvel með gagnrýnum hætti, út í viðhorf sín og ummæli,“ segir í dómsorðinu. Vísaði dómurinn þar sérstaklega til hlaðvarpsviðtals þar sem Eldur Smári og þáttastjórnandi ræddu á grófan hátt um kynfæri og kynlíf nafngreindrar baráttukonu hinsegin fólks. Þarf að greiða hátt í milljón í málskostnað Varðandi þann hluta ummæla Bergsteins sem var leiðréttur taldi héraðsdómur að mistök hans hefðu hvorki verið stórvægileg né alvarleg, sérstaklega þar sem þau lýstu atviki sem átti sér stað í reynd og byggði á trúverðugum upplýsingum. RÚV hefði brugðist nægilega við með leiðréttingunni. Þá benti dómstóllinn á að Eldur Smári hefði ekki gert athugasemd við orðalagið um að framferði hans hefði verið tilkynnt til lögreglu fyrr en í stefnunni. Hann hefði ekki lagt fram gögn um að atvikinu í grunnskólanum hefði verið ranglega lýst í þætti RÚV eða í frétt Heimildiarinnar sem var heimild Bergsteins. Eldur Smári, sem var nýlega í fréttum fyrir ummæli sín um samflokkskonu sína í Miðflokknum sem er trans kona, þarf að greiða Bergsteini og RÚV samanlagt 837 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Hinsegin Lýðræðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. 17. október 2025 10:14 Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. 12. október 2025 13:03 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. 17. október 2025 10:14
Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. 12. október 2025 13:03