Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot 19. febrúar 2007 13:35 Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, ásamt lögmanni sínum, Jakobi Möller. MYND/GVA Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira