Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot 19. febrúar 2007 13:35 Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, ásamt lögmanni sínum, Jakobi Möller. MYND/GVA Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. Í morgun var Tryggvi meðal annars spurður út í ellefta til þrettánda liði ákærunnar. Þar er þeim Tryggva og Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa framið meiri háttar bókhaldsbrot, meðal annars að hafa búið til gögn sem ekki áttu sér stoð í bókhaldinu. Þannig hafi bókhald fyrirtækisins gefið ranga mynd af stöðu þess. Hluthafar og aðrir hafi því ekki vitað um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Tryggvi neitaði öllu og sagði skýringar vera til staðar. Á sínum tíma hefðu verið valdar leiðir sem þeir töldu réttar en hægt væri að vera vitur eftir á og sjá að aðrar leiðir hefði kannski átt að fara. Meðal annars er um að ræða ákveðna þóknun sem Baugur fékk frá Kaupþingi vegna sölu hlutabréfa. Þóknunin var sett í bókhald Baugs en hún skilaði sér þó ekki til fyrirtækisins. Einnig var fjallað um sautjánda lið ákærunnar. Þar er þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök að hafa gert tilhæfislausar færslur vegna viðskipta með hlutabréf. Viðskiptin snúast um kaupréttarsamninga sem gerðir voru við þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússon við stofnun fyrirtækisins. Bréfin fóru í gengum reiking hjá Kaupþingi í Lúxemborg og sagði Tryggvi það meðal annars hafa stafað af lítilli þekkingu á slíkum samningum hér á landi á þeim tíma enda hafi þetta líklega verið einn fyrsti kaupréttarsamningur sem gerður var á Íslandi. Verðmæti bréfanna á sínum tíma nam yfir þrjú hundurð milljónum króna. Því er haldið fram að samningunum hafi verið haldið leyndum og ekki getið um þá í ársreikningum. Tryggvi benti þó á að á sínum tíma hafi reglur Kauphallar Íslands ekki kveðið á um að það þyrfti. Búist er við að lokið verði við yfirheyrslur yfir Tryggva á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn mætir svo Jón Gerald Sullenberger, þriðji sakborningurinn í málinu í yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira