Náttúruverndarsamtök íslands hafa lagt fram kæru til lögreglu og fara fram á rannsókn vegna umhverfisspjalla í Heiðmörk. Spjöllin eru unnin af verktakafyrirtækinu Klæðningu ehf vegna vatnslagnar á vegum Kópavogsbæjar.
Í kærunni segir að ekki hafi legið fyrir tilskilin leyfi né samráð, og að stórir skurðir hafi verið ruddir með tilheyrandi spjöllum, m.a. á svokölluðum Þjóðhátíðarlundi.
Samtökin telja spjöllin skýlaust brot á 27. gr. Skipulags- og byggingarlaga, og lögum um náttúruvernd nr. 44/1999.