Hatur og bókhaldsbrot 22. febrúar 2007 18:45 Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi. Fréttir Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira