Lögreglan sökuð um ofbeldi 26. febrúar 2007 19:30 Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi. Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Stúlkan, sem ekki vill koma fram undir nafni að svo stöddu var ásamt vinum sínum á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur þegar dyravörður á staðnum sakaði hana um að hafa kýlt aðra stúlku á staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði stúlkan að þegar hún hafi neitað því hafi dyravörðurinn beitt hana fangbrögðum og haldið henni í jörðinni og kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn var hún færð í járnum í lögreglubíl ásamt tveimur vinum hennar. Þar segist hún hafa reynt að skýra mál sitt en lögreglan skeytt því engu og viðhaft niðandi orð um húðlit hennar og uppruna. Þegar lögregla hafi síðan kallað hana negralýð hafi hún reiðst og krafist þess að henni yrði sýnd sama virðing og öðrum íbúum þessa lands. Stúlkan var þá færð í fangageymslur. Þegar þangað kom var henni nóg boðið og brá á það ráð að rispa hurðina á klefanum með fimmtíukrónupening. Hún segir lögreglan hafa reiðst mjög við það, haldið sér niðri og reynt að opna munn hennar með kylfu en fimmtíukrónunum hafði hún stungið upp í munninn á sér. Þegar þarna var komið sögu hafi um 10 lögregluþjónar verið í klefanum og einn þeirra hafi sagt að leita þyrfti að fíkniefnum á henni. Hún hafi boðist til að fara í blóðprufu en verið hafnað. Því næst hafi bæði karlkyns og kvenkyns lögregluþjónar leitað á henni, klætt hana úr fötunum og klippt utan af henni nærfötin. Að því loknu hafi lögreglan tekið af henni dýnuna og teppið og látið hana dúsa í fangaklefanum allsnakta. Stúlkan, sem ekki hefur komist í kast við lögin áður, hefur sóst eftir því að fá afrit af skýrslu lögreglunnar um málið sem og myndbandsupptökur. Eins hefur hún fengið áverkavottorð frá lækni en hún hyggst kæra málið á næstu dögum. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en segir það til rannsóknar og í eðlilegum farvegi.
Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira