Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu 27. febrúar 2007 10:55 Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar. Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar.
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira