Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt 1. mars 2007 22:09 Seðlabanki Íslands. MYND/GVA Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson. Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni. Í ritinu birtust jafnframt inngangsorð bankastjórnar og talnalegar upplýsingar um efnahagsmál. Með tímanum jókst hins vegar vægi fræðigreina og ritið varð á endanum sérhæft vísindarit með ritrýndum greinum um hagfræðileg efni. Þetta gerðist ekki síst vegna þess að Seðlabankinn hóf útgáfu Peningamála árið 1999 sem tóku meðal annars að stórum hluta við fyrra hlutverki Fjármálatíðinda. Því breyttust for¬sendurnar fyrir útgáfu Fjármálatíðinda. Íslenskir fræðimenn skrifa nú gjarnan rannsóknarritgerðir á ensku með það fyrir augum að þær birtist í alþjóðlegum vísindaritum. Þótt útgáfu Fjármálatíðinda verði hætt ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að koma á framfæri rannsóknum sem tengjast sérstaklega íslenskum efnahagsmálum og ekki eru taldar eiga erindi í alþjóðleg vísindarit. Auk vefrita háskólastofnana og annarra sem nú stunda hagfræðilegar rannsóknir á Íslandi gætu greinar um slíkar rannsóknir birst í vinnugreinaröðum Seðlabankans. Meðal annars með hliðsjón af framansögðu telur bankastjórn ekki lengur þörf fyrir útgáfu fræðilegs rits á borð við Fjármálatíðindi á vegum bankans. Bankastjórn Seðlabankans þakkar þeim sem hafa sent greinar til birtingar í Fjármálatíðindum og þeim sem hafa starfað að útgáfu þess í áranna rás. Sérstakar þakkir fá fyrrverandi ritstjórar, Jóhannes Nordal, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Valdimar Kristinsson og Stefán Jóhann Stefánsson, og ritnefndarmenn, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sigurður Snævarr, Tryggvi Þór Herbertsson og Þórarinn G. Pétursson.
Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira