Gæsluvarðhaldsúrskurðir féllu ótt og títt þegar byrjað var að taka fyrir mál þeirra sem handteknir voru við rýmingu Ungdómshússins í Kaupmannahöfn, í gær. Alls verða sjötíu og fimm leiddir fyrir dómara í dag. Þegar þetta er skrifað er búið að taka fyrir mál fjögurra manna, sem allir voru úrskurðaðir í eins mánaðar gæsluvarðhald.
Dómarinn rökstuddi þá úrskurði meðal annars með því að hætta væri á því að þeir tækju aftur þátt í óeirðum, ef þeim yrði sleppt úr haldi strax. Mennirnir fjórir höfðu allir gerst sekir um árásir á lögregluna, meðal annars með því að grýta í hana múrsteinum.