Íslendingar kosta skólamáltíðir í Úganda 5. mars 2007 18:30 Valgerður á ferð sinni um flóttamannabúðirnar. MYND/Vísir Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu. Átök stjórnarhersins í Úganda og hins svonefnda Frelsishers Drottins í norðurhluta landsins hafa staðið yfir í tvo áratugi. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökunum og um ein milljón manna hefur hrakist af heimilum sínum. Þriðjungur þessara flóttamanna býr í Pader-héraði en níutíu prósent íbúa þess eru á vergangi. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sér þorra íbúa átakasvæðanna fyrir mat. Hver fjölskylda fær einu sinni í mánuði matarkörfu sem samanstendur af korni, olíu og sojabaunum. Auk þess sér Matvælahjálpin grunnskólabörnum fyrir máltíðum sem þau geta ýmist borðað í skólanum eða tekið með sér heim. Þetta verkefni hyggjast íslensk stjórnvöld styrkja fyrir um hundrað milljónir króna á næstu árum. Ætlunin var að kosta daglega jafnmargar máltíðir og nemur fjölda íslenskra skólabarna, eða um 45 þúsund. Þar sem innlent hráefni er notað í máltíðirnar reyndist hins vegar unnt að kosta máltíðir 65 þúsund barna. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir mikið ánægjuefni. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ætla að kosta skólamáltíðir 65.000 barna á átakasvæðum Norður-Úganda næstu tvö árin. Með ákvörðuninni kemst Ísland í hóp þeirra ríkja sem verja mestu fé til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Úganda, sé miðað við höfðatölu. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heimsótti á dögunum flóttamannabúðir á svæðinu. Átök stjórnarhersins í Úganda og hins svonefnda Frelsishers Drottins í norðurhluta landsins hafa staðið yfir í tvo áratugi. Þúsundir borgara hafa látið lífið í átökunum og um ein milljón manna hefur hrakist af heimilum sínum. Þriðjungur þessara flóttamanna býr í Pader-héraði en níutíu prósent íbúa þess eru á vergangi. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna sér þorra íbúa átakasvæðanna fyrir mat. Hver fjölskylda fær einu sinni í mánuði matarkörfu sem samanstendur af korni, olíu og sojabaunum. Auk þess sér Matvælahjálpin grunnskólabörnum fyrir máltíðum sem þau geta ýmist borðað í skólanum eða tekið með sér heim. Þetta verkefni hyggjast íslensk stjórnvöld styrkja fyrir um hundrað milljónir króna á næstu árum. Ætlunin var að kosta daglega jafnmargar máltíðir og nemur fjölda íslenskra skólabarna, eða um 45 þúsund. Þar sem innlent hráefni er notað í máltíðirnar reyndist hins vegar unnt að kosta máltíðir 65 þúsund barna. Þetta segir Valgerður Sverrisdóttir mikið ánægjuefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira