Varaði við að byggð risi nærri álverinu 11. mars 2007 18:15 Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Bréfið sendi forveri Rannveigar Rist í forstjórastóli, Christian Roth árið 1995. Þá hafði enn ekki verið ráðist Holtabyggð eða byggðina á Völlunum. Í bréfinu mælir hann eindreigið með að ný íbúðabyggð rísi ekki við álverið. Í bréfi hans segir "Í þessu sambandi viljum við benda á að stækkun ÍSAL þýðir 60% meiri losun á brennisteinsdíoxíði, koltvísýringi og flúorsýru frá álbræðslunni, og aukningu á hávaða og umferð. Jafnvel þótt útblásturinn skaði ekki umhverfið, eins og staðfest er í starfsleyfinu, sjáum við fram á hugsanlega árekstra ef íbúðabyggðin verður færð austar. Slík mistök hafa verið gerð víða í Evrópu og það er dýrt að leiðrétta þau eftir á. Til að koma í veg fyrir umræður og átök í framtíðinni mælir ÍSAL því eindregið með að ekki verði byggð ný hús nær verksmiðjunni en þau sem þegar eru í byggingu." Undir bréfið skrifar Christian Roth, þáverandi forstjóri ISAL og Bjarnar Ingimarsson, þáverandi fjármálastjóri. Sex dögum síðar fær Hafnarfjarðarbær bréf frá Finni Ingólfssyni, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þar sem ráðuneytið telur ábendingu Ísal mjög eðlilega og telur að bærinn eigi að taka þetta mál til nánari athugunar. Að sögn Ingvars Viktorssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, þá var málið skoðað í bæjarstjórn á sínum tíma og ekkert sem gaf tilefni til annars en að halda við fyrra skipulag á byggðinni. Fréttir Innlent Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri álversins í Straumsvík fór fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ný íbúabyggð myndi ekki rísa nærri álverinu. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. Í bréfinu, sem skrifað var fyrir tólf árum, segir að stækkun ÍSAL þýði meiri mengun frá álbræðslunni og hættu á árekstrum. Bréfið sendi forveri Rannveigar Rist í forstjórastóli, Christian Roth árið 1995. Þá hafði enn ekki verið ráðist Holtabyggð eða byggðina á Völlunum. Í bréfinu mælir hann eindreigið með að ný íbúðabyggð rísi ekki við álverið. Í bréfi hans segir "Í þessu sambandi viljum við benda á að stækkun ÍSAL þýðir 60% meiri losun á brennisteinsdíoxíði, koltvísýringi og flúorsýru frá álbræðslunni, og aukningu á hávaða og umferð. Jafnvel þótt útblásturinn skaði ekki umhverfið, eins og staðfest er í starfsleyfinu, sjáum við fram á hugsanlega árekstra ef íbúðabyggðin verður færð austar. Slík mistök hafa verið gerð víða í Evrópu og það er dýrt að leiðrétta þau eftir á. Til að koma í veg fyrir umræður og átök í framtíðinni mælir ÍSAL því eindregið með að ekki verði byggð ný hús nær verksmiðjunni en þau sem þegar eru í byggingu." Undir bréfið skrifar Christian Roth, þáverandi forstjóri ISAL og Bjarnar Ingimarsson, þáverandi fjármálastjóri. Sex dögum síðar fær Hafnarfjarðarbær bréf frá Finni Ingólfssyni, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þar sem ráðuneytið telur ábendingu Ísal mjög eðlilega og telur að bærinn eigi að taka þetta mál til nánari athugunar. Að sögn Ingvars Viktorssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, þá var málið skoðað í bæjarstjórn á sínum tíma og ekkert sem gaf tilefni til annars en að halda við fyrra skipulag á byggðinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira