Nefnd mælir með þróun EES samningsins 13. mars 2007 16:13 Frá fréttamannafundinum í dag. Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins. Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins.
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira