Ferrari getur unnið án Schumachers 13. mars 2007 19:15 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið." Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið."
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira