Ferrari getur unnið án Schumachers 13. mars 2007 19:15 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið." Formúla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið."
Formúla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira