Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist 16. mars 2007 00:01 Þessa dagana vinnur starfsfólk Latabæjar að því hörðum höndum að ljúka eftirvinnslu á nýrri þáttaröð um lífið í Latabæ en aðdáendur þáttanna geta nú barið þá augum í alls 106 löndum víða um heim. MYND/Vísir Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku. Fréttir Innlent Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku.
Fréttir Innlent Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira