Hæstiréttur staðfesti frávísun 16. mars 2007 19:36 Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús. Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. Þann 9.febrúar vísaði Héraðsdómur Reykavíkur frá, máli ákæruvaldsins gegn forstjórum olíufélaganna þriggja, þeim Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Benediktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu meðal annars frá á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að fyrirkomulag samkeppnislaga hefði ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um brot gegn samkeppnislögum. Þá taldi Hæstiréttur að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Ákæra yrði því ekki reist á þeirri lögreglurannsókn. Hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Classen og Ólafur Börkur Þorvaldsson skiluðu sératkvæði. Ragnar Hall lögmaður Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs segir ljóst að samkeppnislög hafi ekki verið skýr. „Það sem stendur upp úr í þessum dómi er að refsiákvæðin í samkeppnislögunum eru þannig útfærð að það var frá upphafi mikill vafi um þau. Það voru ekki einu sinni skilyrði til að hefja lögreglurannsókn í þessu máli," sagði Ragnar. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar ekki koma á óvart en hún sé áfellisdómur yfir samkeppnislögunum. Hann segir málinu nú lokið. „Við höfum þessa einu rannsókn sem var grundvöllur ákæru og hún er þessum annmörkum háð. Við höfum ekkert annað til að byggja ákæru á. Ef það er ekki nógu gott í þessu máli núna, þá verður það ekki betra þó við reynum aftur. Málið er niðurfallið, sakborningarnir eru lausir allra mála og eru væntanlega mjög fegnir því. Við verðum bara að óska þeim til hamingju að vera lausir við þennan bagga sem þeir hafa þurft að bera þessi ár," sagði Helgi Magnús.
Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira