Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi 16. mars 2007 19:37 Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. Landhelgisgæslan náði tveimur af þeim fimm fjörutíu feta gámum sem sópuðust fyrir borð þegar Kársnesið fékk á sig brotsjó útaf Reykjanesi í fyrrakvöld. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að nefnd Siglingastofnunar sem falið var að meta meðal annars siglingaleiðina fyrir Reykjanes kallaði skipstjóra skipsins á sinn fund í dag. Nefndin mun skila af sér uppúr næstu mánaðamótum og ákveða þá hvort lagt verður til að færa siglingaleiðina utar og dýpra en nú er. Skip sigla nú á milli lands og grynninga eða dranga sem skjaga frá botni og uppí sjó. Þetta er kallað "húllið". Talsverð umræða varð um flutning siglingaleiðarinnar út fyrir grunnið þegar Wilson Muuga strandaði en eflaust hefði það skipt litlu þó skipið hefði verið utar enda mannleg mistök að baki strandinu. En í kjölfar strandsins kom fram að fyrir rúmum hálfum áratug var lagt til að öll skip færu ytri leiðina. Þá var lagst gegn tillögunum enda vilja útgerðir síður þurfa að fara lengri leið og vilja spara olíukostnað eins og hægt er. Nú þegar hefur verið ákveðið að olíuflutningaskipum verið stefnt ytri leiðina enda talið að það minnki líkur á verulegri olíumengun með því að láta þau fara lengri leiðina. Menn hafa að vonum miklar áhyggjur af þessari siglingaleið - ekki síst í ljósi þess að skipaferðum á þessum slóðum kann að fjölga til muna á næstu árum. Þó að Landhelgisgæslan telji víst að þrír gámar úr Kársnesinu hafi sokkið er því beint til sjófarenda á þessum slóðum að hafa varann á ef ske kynni að þeir möruðu í hálfu kafi.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira