Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu 17. mars 2007 18:55 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. Hæstiréttur staðfesti í gær frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja sem ákærðir voru fyrir ólögmætt verðsamráð. Í byrjun febrúar síðastliðins vísaði Héraðsdómur málinu frá meðal annars á þeim forsendum að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. Hæstiréttur taldi hins vegar að samkeppnislögin hefðu verið óskýr hvað varðar meðferð máls, ef grunur vaknaði um brot gegn lögunum. Hæstiréttur taldi einnig að hinir ákærðu hefðu ekki notið stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga í lögreglurannsókn sem fram fór eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir niðurstöðu Hæstaréttar vekja alla þá sem að málinu komu til umhugsunar. „Þetta mál laut að hugsanlegri refsiábyrgð einstaklinga eða stjórnenda fyrirtækja og það var í höndum saksóknara en ekki samkeppnisyfirvalda. Samkeppniyfirvöld höfðu afgreitt málið fyrir sitt leyti snemma árs 2005 með stjórnvaldssektum á fyrirtækin upp á einn og hálfan milljarð króna," segir Páll. Fyrir liggja breytingar á samkeppnislögum sem bíða samþykktar á Alþingi. Páll segir breytingarnar kveða með skýrari hætti á um samspil samkeppnisyfirvalda annars vegar og ákæruvaldsins hins vegar, í málum þar sem bæði getur reynt á refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Hann segir umræðu í tengslum við olíusamráðsmálið hafa spilað inn í þá vinnu sem liggi til grundvallar frumvarpinu. ,, Menn töldu engu að síður að samkeppnislögin væru alveg fullnægjandi stoð undir refsiábyrgð stjórnenda," segir Páll.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira