Sáttmáli gegn stóriðjuáformum 18. mars 2007 18:33 Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira