Heilsan á að njóta vafans 20. mars 2007 18:59 Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki." Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Heilsan á að njóta vafans þegar menn taka ákvörðun um stækkun álversins, segir Finnbogi Óskarsson efnafræðingur á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann segir langtímaáhrif mengunar á íbúa ekki þekkt og því borgi sig ekki að taka þá áhættu að tvö- til þrefalda mengun frá álverinu. Tveir Hafnfirðingar, verkfræðingur og efnafræðingur, hafa tekið saman töflu yfir núverandi mengun frá álverinu í Straumsvík samkvæmt tölum frá 2005 og borið saman við mengunarmarkmið álversins ef stækkun þess verður samþykkt. Þriðja súlan sýnir svo hvað mengunin getur mest orðið miðað við starfsleyfið. Vindur blæs yfir Hafnarfjörð sjötta hvern dag að meðaltali. Finnbogi Óskarsson efnafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands segir að þótt ekkert bendi til þess að mengun við stækkað álver fari yfir gróður- og heilsuverndarmörk sé ástæða til að hafa varann á. "Við getum ekki sagt fyrir víst að langtímaáhrif verði engin." Álverið í Straumsvík fór í gang fyrir tæpum fjörutíu árum og stóriðja hefur verið starfrækt víða um heim í áratugi. Finnbogi segir samt ekki orðið ljóst hvort mengun frá álverum geti haft heilsupillandi áhrif eða ekki. Maðurinn sé flókin lífvera og hugsanlegt að langtímaáhrif á íbúa geti orðið meiri en skammtímaáhrif á fólk sem starfi í álverinu 8 tíma á dag. "Þó að það sé ekkert mér vitanlega sem bendi til þess að þetta sé beinlínis hættulegt þá held ég að það borgi sig ekki að taka neina sénsa í þeim efnum." -Þannig að þér finnst að heilsan eigi að njóta vafans? "Já, í öllum tilfellum held ég." Efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði nýlega í fréttum okkar að í loftmengun væri svifryk skaðlegast heilsu manna og benti á að eftir stækkun álversins myndu um 400 tonn af ryki berast frá álverinu. Ryk frá umferð á höfuðborgarsvæðinu væri hins vegar mælt í tugum þúsunda tonna á ári. Finnbogi segir heildarsummuna það sem gildi. "Það er erfitt að leggja af samgöngur til að forðast mengun, sama hvort það er á Reykjanesbrautinni eða Miklubrautinni en Hafnfirðingar hafa hins vegar val um hvort þeir stækka álverið eða ekki."
Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira