Gore gagnrýndur fyrir eigin orkunotkun. 22. mars 2007 13:45 Gore skoraði á þingheim að grípa til aðgerða. MYND/AP Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Bandaríkjaþing að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar sem allra fyrst. Þingmenn gagnrýndu Gore á móti fyrir eigin orkunotkun. Eftir nokkur mögur ár hefur frægðarsól Als Gore risið nokkuð hratt á undanförnum misserum, ekki síst vegna kvikmyndar hans um loftslagsmál "Óþægilegur sannleikur" sem á dögunum hreppti tvenn Óskarsverðlaun. Gore hefur ekki komið fyrir þingið frá því 2000, árið sem hann tapaði í forsetakosningunum fyrir George Bush, og því sagði hann að um tilfinningaþrungna stund væri að ræða fyrir sig. Í erindi sínu sem hann flutti þingnefndum beggja deilda skoraði hann á þingmenn að beita sér fyrir því að þak yrði sett á losun gróðuhúsalofttegunda í Bandaríkjunum, fyrirtæki yrðu skylduð til að greina sérstaklega frá hversu mikið þau menguðu og að Bandaríkin yrðu leiðandi í gerð nýs sáttmála sem leysa myndi Kyoto-bókunina af hólmi. Máli sínu til stuðnings benti Gore á 500.000 bréf sem hann var með í farteskinu frá fólki sem skoraði á þingið að grípa til aðgerða. Þingmenn tóku hins vegar mátulega vel í tillögur varaforsetans fyrrverandi. Sumir drógu í efa kenningar um að hlýnun jarðar væri af mannavöldum, aðrir sögðu Gore að líta sér nær og draga úr eigin orkunotkun. Enginn er víst spámaður í eigin föðurlandi. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Bandaríkjaþing að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar sem allra fyrst. Þingmenn gagnrýndu Gore á móti fyrir eigin orkunotkun. Eftir nokkur mögur ár hefur frægðarsól Als Gore risið nokkuð hratt á undanförnum misserum, ekki síst vegna kvikmyndar hans um loftslagsmál "Óþægilegur sannleikur" sem á dögunum hreppti tvenn Óskarsverðlaun. Gore hefur ekki komið fyrir þingið frá því 2000, árið sem hann tapaði í forsetakosningunum fyrir George Bush, og því sagði hann að um tilfinningaþrungna stund væri að ræða fyrir sig. Í erindi sínu sem hann flutti þingnefndum beggja deilda skoraði hann á þingmenn að beita sér fyrir því að þak yrði sett á losun gróðuhúsalofttegunda í Bandaríkjunum, fyrirtæki yrðu skylduð til að greina sérstaklega frá hversu mikið þau menguðu og að Bandaríkin yrðu leiðandi í gerð nýs sáttmála sem leysa myndi Kyoto-bókunina af hólmi. Máli sínu til stuðnings benti Gore á 500.000 bréf sem hann var með í farteskinu frá fólki sem skoraði á þingið að grípa til aðgerða. Þingmenn tóku hins vegar mátulega vel í tillögur varaforsetans fyrrverandi. Sumir drógu í efa kenningar um að hlýnun jarðar væri af mannavöldum, aðrir sögðu Gore að líta sér nær og draga úr eigin orkunotkun. Enginn er víst spámaður í eigin föðurlandi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira