Í fyrramálið fara 550 starfsmenn Eimskips og dótturfélaga þess í óvissuferð með breiðþotu Atlanta flugfélagsins. Mikil spenna ríkir meðal starfsfólksins um hver áfangastaðurinn verður segir í tilkynningu frá félaginu. Flogið verður á Boeing 747-300 vél Atlanta. En flugfélagið er eitt af dótturfyrirtækjum félagsins.
Þetta er í þriðja sinn sem Eimskip býður starfsfólki sínu í óvissuferð. Í fyrra varð Montreal í Kanada fyrir valinu, en Búdapest í Ungverjalandi árinu á undan.
Þjónusta Eimskips gæti raskast lítillega á meðan ferðinni stendur, en fólkið kemur til baka á sunnudag.