Samfylkingin vill fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur 22. mars 2007 19:01 Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei. Kosningar 2007 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill ganga skrefi lengra til að lækka matarverð hér á landi með því að fella niður innflutningsvernd á landbúnaðarvörur. Allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur, eru hins vegar á móti sölu léttvíns í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir eru um málið innan Samfylkingar. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag. Á fundinum sátu formenn allra stjórnmálaflokkanna fyrir svörum, við spurningum sem samtökin telja sín hagsmunamál. Samfylkingin er eini flokkurinn sem svaraði játandi þeirri spurningu hvort næsta skref til lækkunar matvælaverðs yrði niðurfelling innflutningsverndar á landbúnaðarvörur. Formenn hinna flokkanna svöruðu því neitandi og sögðu það ekki tímabært. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar, segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar í byrjun mars ekki duga til. „Við þurfum að lækka innflutningstollana til þess að við getum borið okkur saman við hin Norðurlöndin," segir Ingibjörg. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að þeir myndu ekki fella niður innflutningsvernd nema í samræmi við alþjóðlega samninga. „Við teljum að það sé ekki hægt að gera það í bráð. Hins vegar er það alveg ljóst að innflutningsvernd verður minni í framtíðinni. Þetta er spurning um það með hvaða hætti og hvers konar aðlögun landbúnaðurinn fær," segir Geir. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem vill leyfa sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Skiptar skoðanir voru hjá Samfylkingu en formenn hinna flokkanna sögðu þvert nei.
Kosningar 2007 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira