Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð 24. mars 2007 11:06 Kobe Bryant er kóngurinn í LA um þessar mundir. MYND/Getty Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn