Ómar telur víst að fylgið tvöfaldist að minnsta kosti 25. mars 2007 18:30 Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna.
Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira