Í dag voru undirritaðir í utanríkisráðuneytinu nýjir loftferðasamningar við Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Í þeim felast rýmri heimildir til flugs frá þessum ríkjum til þriðju ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, Efta-ríkjanna og aðildarríkja sameiginlega evrópska flugsvæðisins. Ótakmörkuð réttindi verða til flugs til og frá Noregi og Svíþjóð til annarra landa án viðkomu á Íslandi. Auk þess verða ótakmörkuð réttindi til farmflugs til og frá löndunum þremur.
Í samningnum við Danmörku verða réttindi rýmkuð til flugs til þriðju ríkja með auknum fjölda áfangastaða. Þó segir að takmarkanirnar falli niður í síðasta lagi á árinu 2013.
Gert er ráð fyrir frekari viðræðum við Dani um samninga vegna Grænlands og Færeyja á þessu ári.
Nýju samningarnir koma í stað eldri samninga frá árunum1950-1960.