„Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 9. nóvember 2025 20:25 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir hæglætisveður framundan. SÝN Landsmenn hafa víðast hvar notið hlýinda í veðri undanfarna daga; reyndar svo mjög að mörgum þykir það óvenjulegt í nóvembermánuði. Veðurfræðingur segir vetrarkulda á næsta leiti en að þó sé útlit fyrir fallegt hæglætisveður næstu vikurnar. Hlýindin sem hafa einkennt undanfarnar vikur, að fannferginu í október undanskildu, kveðja nú landsmenn í bili og veturinn hefur innreið sína. Það þýðir þó ekki að landinn megi eiga von á byljum eða kafaldi, þvert á móti er langur þurrkakafli í kortunum. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir hitatölurnar síga ansi skarplega um miðbik næstu viku og að það frysti að öllum líkindum á þriðjudaginn. Hitinn ruggi upp og niður um frostmark þar á eftir svo langt sem séð verði. Kafald sé þó ekki í vændum heldur öfgarnar í hina áttina. „Það eru horfur á því að á Suðvesturlandi komi hugsanlega hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður sem er ein til tvær vikur. Það gæti orðið mjög langur þurrkakafli núna. Það verður líklega mjög bjart í vikunni og fallegt veður. Svolítið kalt um miðbik vikunnar en svo eftir það verður líklega hæglætisveður. Það er stór og mikil hæð sem kemur og þær fara hægt yfir þannig að þetta gæti enst dálítið lengi. Vel að merkja verður éljagangur á Norður- og Austurlandi, ekki mikið en dálítið fjúk,“ segir Haraldur Ólafsson. Engar viðvaranir í kortunum? „Ég held að litakassinn sem þeir nota fari ofan í skúffu núna.“ Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Sjá meira
Hlýindin sem hafa einkennt undanfarnar vikur, að fannferginu í október undanskildu, kveðja nú landsmenn í bili og veturinn hefur innreið sína. Það þýðir þó ekki að landinn megi eiga von á byljum eða kafaldi, þvert á móti er langur þurrkakafli í kortunum. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir hitatölurnar síga ansi skarplega um miðbik næstu viku og að það frysti að öllum líkindum á þriðjudaginn. Hitinn ruggi upp og niður um frostmark þar á eftir svo langt sem séð verði. Kafald sé þó ekki í vændum heldur öfgarnar í hina áttina. „Það eru horfur á því að á Suðvesturlandi komi hugsanlega hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður sem er ein til tvær vikur. Það gæti orðið mjög langur þurrkakafli núna. Það verður líklega mjög bjart í vikunni og fallegt veður. Svolítið kalt um miðbik vikunnar en svo eftir það verður líklega hæglætisveður. Það er stór og mikil hæð sem kemur og þær fara hægt yfir þannig að þetta gæti enst dálítið lengi. Vel að merkja verður éljagangur á Norður- og Austurlandi, ekki mikið en dálítið fjúk,“ segir Haraldur Ólafsson. Engar viðvaranir í kortunum? „Ég held að litakassinn sem þeir nota fari ofan í skúffu núna.“
Veður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Sjá meira