Yfir 3000 tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur 28. mars 2007 18:15 Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um tæplega fimm hundruð í fyrra frá 2005. Fjöldi þeirra var 3.167 í fyrra en 2.682 árið 2005. Fjöldi barna sem tilkynnt var um jókst hins vegar ekki mikið. Í fyrra var tilkynnt um 1647 börn en árið 2005 var tilkynnt um 1629. Steinunn Bergmann framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir vaxandi vitund hjá fólki, skýringuna á því af hverju tilkynningum hefur fjölgað. Vanræksla sé stærsti málaflokkurinn sem tilkynnt sé um. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að einstaklingur hafi reynt án árangurs að ná í Barnavernd svo dögum skipti vegna barns, sem varð fyrir heimilisofbeldi. Steinunn segir álagið stundum mjög mikið á símanum og það þurfi að skoða nánar, nái fólk ekki sambandi við Barnaverndina. Tuttugu manns sem þar starfi hafi yfir fjörutíu mál á sinni könnu og þurfi stöðugt að forgangsraða verkefnum eftir alvarleika málanna. Það megi lítið út af bregða ef veikindi komi upp. Náist ekki í Barnavernd Reykjavíkur er einnig hægt að hringja þjónustuver Reykjavíkurborgar í 411-1111 . Telji fólk börn í verulegri hættu eigi það hiklaust að hringja í neyðarnúmer lögreglunnar 112. Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund tilkynningar, um ofbeldi eða vanhirðu á börnum, bárust til Barnaverndar Reykjavíkur í fyrra, sem er töluverð aukning frá árinu á undan. Það færist í vöxt að ítrekað berist tilkynningar vegna sömu barnanna. Dæmi eru um að erfitt sé að ná sambandi við Barnavernd sökum álags. Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um tæplega fimm hundruð í fyrra frá 2005. Fjöldi þeirra var 3.167 í fyrra en 2.682 árið 2005. Fjöldi barna sem tilkynnt var um jókst hins vegar ekki mikið. Í fyrra var tilkynnt um 1647 börn en árið 2005 var tilkynnt um 1629. Steinunn Bergmann framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir vaxandi vitund hjá fólki, skýringuna á því af hverju tilkynningum hefur fjölgað. Vanræksla sé stærsti málaflokkurinn sem tilkynnt sé um. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að einstaklingur hafi reynt án árangurs að ná í Barnavernd svo dögum skipti vegna barns, sem varð fyrir heimilisofbeldi. Steinunn segir álagið stundum mjög mikið á símanum og það þurfi að skoða nánar, nái fólk ekki sambandi við Barnaverndina. Tuttugu manns sem þar starfi hafi yfir fjörutíu mál á sinni könnu og þurfi stöðugt að forgangsraða verkefnum eftir alvarleika málanna. Það megi lítið út af bregða ef veikindi komi upp. Náist ekki í Barnavernd Reykjavíkur er einnig hægt að hringja þjónustuver Reykjavíkurborgar í 411-1111 . Telji fólk börn í verulegri hættu eigi það hiklaust að hringja í neyðarnúmer lögreglunnar 112.
Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira