Mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi yfir páskana 30. mars 2007 17:20 Myndin er frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2. MYND/Vísir Það eru ekki eingöngu Íslendingar sem kjósa að leggja land undir fót hérlendis eða erlendis yfir páskahátíðina. Erlendir ferðamenn kjósa í síauknum mæli að nota hátíðina til stuttra Íslandsferða. Hildur Ómarsdóttir markaðsstjóri Icelandair Hotels segir bókanir ferðamanna berist með sífellt styttri fyrirvara og að hlutfall netbókana hafi aukist um allt að 100% milli ára. Greinilegt sé að fólk sé orðið mun sjálfstæðara og hvatvísara í ferðakaupum nú en áður en fari oftar í styttri ferðir. Drífa Magnúsdóttir verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík segir að páskahelgin sé alla jafna mjög erilsamur tími í stöðinni, mikið sé um ferðamenn sem komi á eigin vegum og vilji skipuleggja gang ferðarinnar eftir að til landsins sé komið. Ferðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu er nú að vakna af vetrardvala, hvalaskoðun hjá nýju fyrirtæki í Reykjavík, Reykjavík hvalaskoðun, hefst á morgun auk þess að allt árið er boðið uppá ýmiskonar göngu-, jeppa- og rútuferðir. Í upplýsingamiðstöðinni geta ferðamenn bæði innlendir og erlendir fengið upplýsingar um afþreyingu ýmiskonar og aðstæður til ferðalaga um landið allt, bókað og keypt ferðir. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík er sú langstærsta á landinu og þess má geta að gestafjöldi á liðnu ári í miðstöðina var tæplega 240 þúsund manns sem 24% aukning frá árinu 2005. Upplýsingar um opnunartíma yfir páskahátíðina hjá ferðaþjónustuaðilum, veitingastöðum, söfnum, sundlaugum, kaffihúsum o.fl. má finna á vefsíðunni www.visitreykjavik.is Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Það eru ekki eingöngu Íslendingar sem kjósa að leggja land undir fót hérlendis eða erlendis yfir páskahátíðina. Erlendir ferðamenn kjósa í síauknum mæli að nota hátíðina til stuttra Íslandsferða. Hildur Ómarsdóttir markaðsstjóri Icelandair Hotels segir bókanir ferðamanna berist með sífellt styttri fyrirvara og að hlutfall netbókana hafi aukist um allt að 100% milli ára. Greinilegt sé að fólk sé orðið mun sjálfstæðara og hvatvísara í ferðakaupum nú en áður en fari oftar í styttri ferðir. Drífa Magnúsdóttir verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík segir að páskahelgin sé alla jafna mjög erilsamur tími í stöðinni, mikið sé um ferðamenn sem komi á eigin vegum og vilji skipuleggja gang ferðarinnar eftir að til landsins sé komið. Ferðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu er nú að vakna af vetrardvala, hvalaskoðun hjá nýju fyrirtæki í Reykjavík, Reykjavík hvalaskoðun, hefst á morgun auk þess að allt árið er boðið uppá ýmiskonar göngu-, jeppa- og rútuferðir. Í upplýsingamiðstöðinni geta ferðamenn bæði innlendir og erlendir fengið upplýsingar um afþreyingu ýmiskonar og aðstæður til ferðalaga um landið allt, bókað og keypt ferðir. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík er sú langstærsta á landinu og þess má geta að gestafjöldi á liðnu ári í miðstöðina var tæplega 240 þúsund manns sem 24% aukning frá árinu 2005. Upplýsingar um opnunartíma yfir páskahátíðina hjá ferðaþjónustuaðilum, veitingastöðum, söfnum, sundlaugum, kaffihúsum o.fl. má finna á vefsíðunni www.visitreykjavik.is
Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira