Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja 30. mars 2007 20:15 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa. Innlent Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa.
Innlent Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira