Segir Hafnfirðinga munu una úrslitum kosninganna 31. mars 2007 18:29 Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík. Mikil spenna ríkir enda afar tvísýnt um úrslit en kjörstöðum verður lokað eftir tæpan hálftíma. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir kosningaþátttökuna sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið. Undanfarnir dagar hafa einkennst af kosningabaráttu stríðandi fylkinga í Hafnarfirði um stækkun álversins. Um tíma í gær þótti sumum Hafnfirðingum sem fréttastofa talaði við nóg um. Kosið var var á þremur stöðum í bænum og opnuðu kjörstaðir klukkan tíu í morgun. Snemma varð ljóst að kosningaþátttaka Hafnfirðinga yrði góð. Í Víðistaðaskóla var stöðugur straumur fólks í allan dag og sömu sögu var að segja um hina tvo kjörstaðina. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri kaus í Víðistaðaskóla. Hann og aðrir Hafnfirðingar létu ekki langar biðraðir aftra sér frá því að taka afstöðu í þessu máli. Hann segir kosningaþátttakan sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið. Mikill hiti hefur verið í mönnum undanfarna daga vegna kosninganna og hafa sumir gengið svo langt að segja að kosningarnar hafi klofið bæjarfélagið. Lúðvík hefur ekki áhyggjur af því að bærinn verði í sárum eftir að úrslitin verða kunngerð. Hann segir bæjarbúa vana deilum eins og milli íþróttafélganna FH og Hauka og því búist hann við því að Hafnfirðingar muni una niðurstöðunum sama hverjar þær verði. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Hafnfirðingar kjósa í dag um stækkun álversins í Straumsvík. Mikil spenna ríkir enda afar tvísýnt um úrslit en kjörstöðum verður lokað eftir tæpan hálftíma. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir kosningaþátttökuna sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið. Undanfarnir dagar hafa einkennst af kosningabaráttu stríðandi fylkinga í Hafnarfirði um stækkun álversins. Um tíma í gær þótti sumum Hafnfirðingum sem fréttastofa talaði við nóg um. Kosið var var á þremur stöðum í bænum og opnuðu kjörstaðir klukkan tíu í morgun. Snemma varð ljóst að kosningaþátttaka Hafnfirðinga yrði góð. Í Víðistaðaskóla var stöðugur straumur fólks í allan dag og sömu sögu var að segja um hina tvo kjörstaðina. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri kaus í Víðistaðaskóla. Hann og aðrir Hafnfirðingar létu ekki langar biðraðir aftra sér frá því að taka afstöðu í þessu máli. Hann segir kosningaþátttakan sýna að rétt hafi verið að ganga til kosninga um málið. Mikill hiti hefur verið í mönnum undanfarna daga vegna kosninganna og hafa sumir gengið svo langt að segja að kosningarnar hafi klofið bæjarfélagið. Lúðvík hefur ekki áhyggjur af því að bærinn verði í sárum eftir að úrslitin verða kunngerð. Hann segir bæjarbúa vana deilum eins og milli íþróttafélganna FH og Hauka og því búist hann við því að Hafnfirðingar muni una niðurstöðunum sama hverjar þær verði.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira