Innlent

Íslandshreyfingin kynnir stefnuyfirlýsingu sína

Íslandshreyfingin - lifandi land hefur nú gert stefnuyfirlýsingu sína opinbera. Ábyrg umhverfisstefna og stóirðjustopp er þar efst á blaði. Hreyfingin vill að Ísland verði í fremstu röð frumkvöðla og nýsköpunar. Að komið verði á fót sveigjanlegu velferðarkerfi sem auki samfélagsþátttöku og lífsgæði. Skólastarf á öllum stigum verði eflt og litið verði á landið sem eina heild og eitt atvinnusvæði, svo stiklað sé á stóru.

Stefnuyfirlýsinguna er að finna í heild sinni á heimasíðu flokksins: íslandshreyfingin.is. Stefnt er á að Íslandshreyfingin bjóði fram lista í öllum kjördæmum, en enn hafa engir framboðslistar verið lagðir fram. Sá frestur sem flokkurinn hefur til þess er enn ekki liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×