Lögreglan á Akureyri býst við mikilli umferð í kringum bæinn í dag enda lagði mikill fjöldi fólks leið sína á Akureyri um páskana. Margir komu til að skella sér á skíði en fjölmennt hefur verið í Hlíðarfjalli síðustu daga.
Lögreglu bárust tilkynningar um nokkur slagsmál í miðbæ Akureyrar í nótt en aðeins reyndist um minniháttar pústra að ræða. Fjöldi fólks var á ferli en lögreglan segir skemmtanahald hafa farið vel fram.