Þjóðkirkjan er í allra þágu 12. apríl 2007 18:45 Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum." Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum."
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira