Slökkviliðið kallað að Þjóðleikhúsinu í nótt
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Þjóðleikhúsinu seint í gærkvöldi. Þá hafði fundist megn reykjarlykt í húsinu. Í ljós kom að lyktin stafaði af því að timburstafli var byrjaður að sviðna undan heitum sviðsljósum og var því lítil hætta á ferð.