Ummæli leikmanna KR eftir sigurinn á Njarðvík 16. apríl 2007 23:31 Mynd/Vilhelm Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira