Stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja 17. apríl 2007 18:23 Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú. Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú.
Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira