Deildarkeppnin búin í NBA - Allt klárt fyrir úrslitakeppnina 19. apríl 2007 13:15 Leikmenn Golden State stigu stríðsdans í búningsklefanum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 13 ár NordicPhotos/GettyImages Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira