Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Vesturdeild 21. apríl 2007 03:33 Úrslitakeppnin hefst með látum í kvöld og þá verður leikur Detroit og Orlando sýndur beint á NBA TV. Sýn Extra sýnir svo leik Phoenix og LA Lakers annað kvöld klukkan 19 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Reiknað er með gríðarlegri spennu í fyrstu umferðinni í Vesturdeildinni, en þar hallast menn að því að það verði Dallas, Phoenix og San Antonio sem berjast um sæti í úrslitaeinvíginu í júní. Dallas - Golden State Dallas hefur verið jafnbesta liðið í NBA í vetur og náði liðið einum besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar. Flestir reikna með því að einvígi Dallas og Golden State verði leikur kattarins að músinni, en þó ber að hafa í huga að Don Nelson þjálfari Golden State, og fyrrum þjálfari Dallas, þekkir veikleika mótherja sinna betur en nokkur annar. Golden State vann alla leiki liðanna í deildarkeppninni í vetur og því mætti ætla að einvígið gæti orðið forvitnilegt. Dallas ætti þó með öllu að fara hér örugglega áfram. Phoenix - LA Lakers Þessi lið háðu mjög eftirminnilegt einvígi í úrslitakeppninni í fyrra og varla verður annað uppi á teningnum að þessu sinni. Lakers-liðið hefur þó dalað mikið á síðustu vikum og varnarleikur liðsins hefur alls ekki verið nógu góður. Phoenix er þvert á móti enn sterkara en það var í fyrra og þar munar mest um að allir lykilmenn liðsins eru nú heilir. Phoenix ætti að hafa betur í þessu einvígi, en enginn skyldi vanmeta lið sem hefur nífaldan meistaraþjálfarann Phil Jackson á hliðarlínunni og Kobe Bryant í stuði. San Antonio - Denver San Antonio fær það erfiða hlutskipti þriðja árið í röð að mæta einu heitasta liði deildarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir Allen Iverson og Carmelo Anthony hafa loksins verið að smella saman að undanförnu og er Denver búið að vera á góðri rispu undanfarnar vikur. San Antonio liðið er hinsvegar hokið af reynslu og varnarleikur liðsins ógnarsterkur. Tim Duncan gengur líka heill til skógar í ár og það munar miklu fyrir liðið. Þetta einvígi verður áhugavert, en óvíst er að Denver geri meira en að stríða San Antonio. Utah - Houston Hér er á ferðinni skemmtilegt einvígi liða sem eiga eftir að gera hvort öðru lífið leitt. Þeir Tracy McGrady og Yao Ming eru aldrei þessu vant báðir þokkalega heilir þessa dagana og þá er lið Houston erfitt viðureignar. McGrady á þó enn eftir að hrista af sér drauga fortíðar með því að vinna seríu í úrslitakeppni og hann fær vart betra tækifæri til þess en nú. Utah var eitt af spútnikliðum vetrarins og náði frábærum árangri, en liðið dalaði mjög á síðustu vikum tímabilsins og hefur alls ekki leikið vel. Það er ekki gott veganesti í úrslitakeppni og því hætt við því að Houston sé sigurstranglegra liðið, enda veðja nær allir sérfræðingar í Bandaríkjunu á að Houston verði það lið sem komi einna mest á óvart í úrslitakeppninni í ár. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira