Kosningar í skugga ofbeldis 21. apríl 2007 19:45 Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins segja að kosningarnar í dag hafi verið litlu skárri en þingkosningarnar sem fram fóru um síðustu helgi en þær einkenndust af miklum vandræðagangi. Þannig skiluðu kjörseðlar sér ekki til landsins fyrr en í gærkvöld en þá varð að prenta í Suður-Afríku vegna aðstæðna í Nígeríu. Því skiluðu kjörgögn sér seint og illa í kjördeildir, sérstaklega í afskekktari héruðum þessa fjölmennasta lands álfunnar. Þrátt fyrir að kjörfundur hafi víða hafist seint var ekki orðið við beiðnum um að framlengja hann til morguns. Nú undir kvöld hafði flestum kjörstöðum verið lokað. Undanfarna daga hafa tugir látið lífið í ofbeldisverkum vegna kosninganna og í morgun var gerð misheppnuð tilraun til að sprengja upp skrifstofur aðalkjörstjórnarinnar í höfuðborginni Abuja með því að aka að þeim olíubíl alsettum hvellhettum. Þetta er í fyrsta sinn sem Nígeríumenn kjósa sér forseta sem tekur við af öðrum þjóðkjörnum forseta og er vonast til að úrslitin í þessum umdeildu kosningum liggi fyrir á næstu dögum. Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins segja að kosningarnar í dag hafi verið litlu skárri en þingkosningarnar sem fram fóru um síðustu helgi en þær einkenndust af miklum vandræðagangi. Þannig skiluðu kjörseðlar sér ekki til landsins fyrr en í gærkvöld en þá varð að prenta í Suður-Afríku vegna aðstæðna í Nígeríu. Því skiluðu kjörgögn sér seint og illa í kjördeildir, sérstaklega í afskekktari héruðum þessa fjölmennasta lands álfunnar. Þrátt fyrir að kjörfundur hafi víða hafist seint var ekki orðið við beiðnum um að framlengja hann til morguns. Nú undir kvöld hafði flestum kjörstöðum verið lokað. Undanfarna daga hafa tugir látið lífið í ofbeldisverkum vegna kosninganna og í morgun var gerð misheppnuð tilraun til að sprengja upp skrifstofur aðalkjörstjórnarinnar í höfuðborginni Abuja með því að aka að þeim olíubíl alsettum hvellhettum. Þetta er í fyrsta sinn sem Nígeríumenn kjósa sér forseta sem tekur við af öðrum þjóðkjörnum forseta og er vonast til að úrslitin í þessum umdeildu kosningum liggi fyrir á næstu dögum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira